Það hljómaði bæði súrealískt og ótrúlega er okkur barst til eyrna að vinir tveir; MMA spjátrúngar, áhættuleikarasjomlar, adrenalínfíklar og þungarokkarar, væru komnir um borð í langskip eitt sem var á leið til fundar við AMON AMARTH, PANTERA (þáttur) og SLAYER (þáttur) hvar þeir myndu berjast við þeirra hlið víðsvegar um veröld.
Við hreinlega urðum að ná í skottið á þeim til að komast að því hvernig stæði á þessu öllu saman. ...Og voru Birkir og Kiddi Crowley (MÁLMSMIÐJAN) skólaðir? Þið getið rétt ímyndað ykkur.
Egill Óskar Gíslason (NYRST, ex-Skuggsjá) og Júlíus Grettir Bernsdorf (MJÖLNIR MMA). Báðir vinnia þeir fyrir ICELANDIC STUNTS.
Þessi þáttur var gerður í samstarfi við Málmsmiðjuna.
Tónlist í þættinum;
NYRST - Hrímvíti af Völd (Dark Essence Records)
Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.
Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf