Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:
Birkir frændi og Kiddi Málmsmiðju Crowley settust niður með Húsvíkingnum næma, Jóhanni Hermannssyni, og ræddu hvernig áhrif Tomas Lindberg hafði á okkur og þá sérstaklega þegar við vorum mun yngri menn. Einnig var slegið á þráðinn til Guðnýju Thorarensen og Stefáns Magnússonar sem bæði höfðu afskipti af goðsögninni þegar AT THE GATES ferðuðust í Neskaupsstað til að spila fyrir landann árið 2013.
Birkir var viðkvæmur og ofgíraður en Kristinn Reyr kjarnaði hann eins mikið og mátti vera. Minningarnar flæddu, tilfinningar slettust upp um alla veggi í einhverskonar samtón sem gat bara náðst út á landsbyggðinni, internetlausari, og AT THE GATES upp á sitt hráasta.
Sérstakar þakkir fá Tommi tásulása og X977.
Þessi þáttur var gerður í samstarfi við MÁLMSMIÐJUNA.
Tónlist í þættinum;
GAMLI - Fæðir af Netskífa (Sjálfútgefið 2021)
STRIGASKÓR NR. 42 - Adanac af Armadillo (Sjálfútgefið 2013)
Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.
Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Stokkið í eldinn er kirfilega studdur af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf