Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

036: NORÐANPAUNK 2025 m. Ólöfu Rún og Ægi Draug Birgis

Episode Notes

Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:

NORÐANPAUNK 2025 fer senn í hönd og við fögnuð. 

Hátíðin á 10 ára afmæli!  Við fögnum því. Við fögnuð litríkustu hátíð landsins. Við fögnum ófyrirsjáanlegustu hátíð landsins. Við fögnum fjölbreytileikanum. Við fögnum manngæskunni og villimennskunni - frumkraftinum og frjóseminni sem mætist í stríðum straumum ár hvert á Norðanpaunki.

Ólöf Rún Benediktsdóttir og Ægir Freyr Birgisson, úr skipulagningarjukki Norðanpaunks mættu til Birkis og Kidda "Málmsmiðju" Crowley og létu gáminn gossa um allt sem tengist hátíðinni, spekinni á bak við hana, gildi, tilgang og markmið hennar og hvað það er sem gerir hana einstaka. Það var ýmislegt rifjjað upp og þáttastjórnendur fengu dýrmæta og skemmtilega innsýn inn í gangverk og sál hátíðarinnar. Við fögnum! Norðanpaunk hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og við skulum fagna með því að mæta á hátíðina og vera hluti af þessu litla kraftaverki.

NORÐANPAUNK er D.I.Y. pönkhátíð sem fram fer 1. til 3. ágúst 2025 á Laugarbakki (steinsnar frá Hvammstanga) Vestur Húnavatnasýslu.


Tónlist í þættinum:
GUBBA HORI - Drepa bíl af Gubb að vori
GÓÐxÆRI - Stéttasvikari ft. GRÓA af Hótel Borganes

Þið megið gjarnan íhuga að gefa hlaðvarpinu stjörnu/einkun/umsögn í ykkar hlaðvarpsveitum og segja vinum frá Stokkið í eldinn. Takk.


Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.

Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúla 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.

Luxor!
Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  

Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  

Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.

Luxor er þekkingarhús viðburða.  

Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf

Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!