Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:
Stokkið í eldinn flokkurinn ásamt Kidda 'Málmsmiðju' Crowley pældu og þvældu um tónlistarhátíðina SÁTAN 2026 og lífshlaup hennar frá upphafi til dagsins í dag. Spöggleringarnar um hljómsveitirnar sem leika fyrir dansi í Stykkishólmi dagana 4. til 6. júní næstkomandi ásamt innilegu og hráu samtali við eina af knallettum hátíðarinnar sem engin önnur en Lilja Ýr Víglundsdóttir. Án hennar væri Sátan ekki eins og hún er en hún ekki langt að sækja það enda dóttir Nansýar Guðmundsdóttir. Argintæta Nansý Guðmundsdóttir lést, eins og flest vita, á síðasta ári, 25. janúar.
Stokkið í eldinn er mikill heiður sýndur þegar Íslenska rokksveitin SÓLFÖR gekk í Leynifélag þáttarins. Við frumflytjum, á undan öllum, óútgefið lag sveitarinnar "Clockwork Carousel" sem verður hleypt á netið, með látum, 23. janúar næstkomandi. Þið finnið þessa myndarlegu rokk-fagurkera á alvefnum, vandræðalítið. Þökkum þeim fyrir að treysta Eldinum og hlustendum vorum.
Meðal efni þáttarins:
Ungmenni verða vinir vegna tónleikagírunnar
Hallæri vegna skorts á tónleikaaðstöðu og neikvæð áhrif þessa
TÞM Hellirinn lifir?
Patronian í Reykjavik
Megadeth: nýju lagi lekið. Hvað finnst Tarfinum um lagið.
Metallica
Black Curse á landinu
Siggi Sölvi í High on Fire röðinni á Iðnó
Sátan fyrr og nú
Arfleifð og áhrif Nansýar Guðmundsdóttur
Barnakúkur og bleyjur
Trukkar sem þurfa stundum að truntast svo eitthvað almennilegt eigi sér stað?
Samhengið er kóngur
Að velja sér sætan strák í Sign
Heimsfrumflutningur á lagi Sólfara
Sérstakar þakkir fær Tommi tásulása og X977.
Þessi þáttur var gerður í samstarfi við MÁLMSMIÐJUNA.
Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Ef þið getið verið svo elskuleg að fylgja þættinum í þeim hlaðvarpsforritum sem þið notið, gefið okkur einkun og mælið með við vini ykkar.
Stokkið í eldinn styður SÁTUNA; þungarokkshátíðina í Stykkishólmi. Skoðið 2026 dagskránna hér.
Stokkið í eldinn styður STÍGAMÓT (sjálfshjálparmiðstöð fyrir karla og konur sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og vilja öðlast bætt lífsgæði). Hvetjum hlustendur til að styrkja Stígamót með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðilar.
Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.
Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.
Stokkið í eldinn er kirfilega studdur af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
SNÆFUGL hlaðvörp