Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:
MALBYGG BRUGGHÚS KVÖLDSTUND MEÐ ANDRA FREY OG BLÆÐINGUNNI HANS
Það er eitthvað jólalegt og við blóðsúthellingar og innyflahátíðina sem er Buffalo, NY, dauðarokkssveitin CANNIBAL CORPSE. Talandi um blóð; þungarokkið rennur djúpt í æðum Andra Freys Viðarssonar, sem kom ástríðutjúnaður inn sem gestur og erindreki Blæðingarinnar (The Bleeding, 1994) og ennfremur þá er hann (blóð)bróðir annars þáttarstjórnanda.
Eins og sést þá er ekkert nema blóð í boði og það slettist á Kristinn Rey Málmsmiðjumann, Hörð Ólafsson og Birkir Fjalar, upp um alla veggi hljóðversins og síðast en ekki síst fóru heilu föturnar af blóði yfir Chris Barnes annars vegar og George "Corpsgrinder" Fisher hins vegar. Trauðla er þetta þáttur fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir blóði.
Alltént þá er The Bleeding mikil örlagaplata fyrir CANNIBAL CORPSE og Chris Barnes en umfram allt hjartaplata gests þáttarins.
Malbygg brugghús fær sérstakar þakkir fyrir að mylja undir okkur og vera memm í þessum þætti. Ykkar skál!
Af heimasíðu Malbygg:
"Malbygg hefur haft það að leiðarljósi að brugg það sem okkur langar helst sjálfum að drekka hverju sinni. Fókusinn aðalega á humlaríka IPA bjóra, ávaxtamikla súrbjóra og stóra stouta. Brugghúsið er lítið á flesta mælikvarða og er framleiðslugetan um 150.000 lítrar á ári. Malbygg hefur frá upphafi bruggað yfir 100 mismunandi tegundir af bjór og erum við alltaf að bæta við! Malbygg rekur lítinn bar inn í brugghúsinu sem er opinn gestum og gangandi fimmtudaga til laugardaga. Hurðin er opnuð klukkan 16 og lokað 23. Þar geta gestir smakkað á framleiðslu brugghúsins ásamt þeim innfluttu bjórum sem fyrirtækið er með hverju sinni."
Tónlist í þættinum;
SLAMTRAIN - Bludgeoning The Rapist (8474233 Records DK frá 2025)
NARKAN - Crowd Control//Mass Suppression af samnefndri stuttskífu (2025)
Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Ef þið getið verið svo elskuleg að fylgja þættinum í þeim hlaðvarpsforritum sem þið notið, gefið okkur einkun og mælið með við vini ykkar.
Stokkið í eldinn styður SÁTUNA; þungarokkshátíðina í Stykkishólmi. Skoðið 2026 dagskránna hér.
Stokkið í eldinn styður STÍGAMÓT (sjálfshjálparmiðstöð fyrir karla og konur sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og vilja öðlast bætt lífsgæði). Hvetjum hlustendur til að styrkja Stígamót með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðilar.
Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.
Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.
Stokkið í eldinn er kirfilega studdur af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
SNÆFUGL hlaðvörp