Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:
Birkir og Hörður leituðu djúpt inn í Katakómbur Íslensks þungarokks og dustuðu rykið af Axel Lúðvíkssyni, sem þá var í senn einn eftirtektaverðasti en dularfullsti söngvari síns tíma þrátt fyrir að vera í einum af þeim sveitum sem var afar áberandi; en það var hljómsveitin CELESTINE. Í dag er Axel (Seli, Aggi, Langavitleysan, öxin) ljúfur og jafnlyndur maður sem lætur lítið fyrir sér fara á meðan hann deilir vökustundum sínum á milli þess að vera faðir, eiginmaður, kennari og þjálfari í knattspyrnu.
Það var dýrmætt að hitta þennan gamla vin á ný og komast m.a. að því að hann er alltaf jafn fylginn sér og með afburða tónistarsmekk.
Tónlist í þættinum;
ASK THE SLAVE - I Fucked Up (The Order of Things frá 2010)
MUCK - 21.12.12 (Vultures frá 2009)
FUTURE FUTURE - Code Civil (Insight frá 2007)
ÓREIÐA - The Climb (The Eternal frá 2023)
Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Ef þið getið verið svo elskuleg að fylgja þættinum í þeim hlaðvarpsforritum sem þið notið, gefið okkur einkun og mælið með við vini ykkar.
Stokkið í eldinn styður SÁTUNA; þungarokkshátíðina í Stykkishólmi. Skoðið 2026 dagskránna hér.
Stokkið í eldinn styður STÍGAMÓT ( sjálfshjálparmiðstöð fyrir karla og konur sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og vilja öðlast bætt lífsgæði). Hvetjum hlustendur til að styrkja Stígamót með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðilar.
Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.
Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.
Stokkið í eldinn er kirfilega studdur af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
SNÆFUGL hlaðvörp