Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:
Það hlaut að koma að nýjum neyðarþætti. Fyrir honum er ástæðan ærin; nýtt frá stórlöxunum og goðsögnunum í TESTAMENT! Para Bellum kom út fyrir rúmum mánuði og er þeirra þrettánda hljóðversplata (við teljum The First Strike is Still Deadly ekki með).
Síðast er neyðin var nægilega mikil var það vegna útspils DEICIDE Banished By Sin. Hvernig kom TESTAMENT úr þessari analísu Harðar Ólafssonar og Birkis Fjalars? Hversu mikið eða lítið hangar á spítunni? Eiga menn erindi? Hlustið. En vitið að greiningin á hverju lagi fyrir sig og plötunni í heild sinni byrjar eftir rúmar 50 mínútur af gírunarmokstri þáttarstjórnenda.
Tónlist í þættinum;
AFTURGANGA - Nafnlaust (Óútgefið, heimabrugg 2025) Leynifélags frumflutningur
INFECTED - Lag nr. 5 (Inhuman Atrocities demó ártal?)
029. TESTAMENT; The Legacy og New Order m. Kristjáni B. Heiðarssyni (Changer, Vetur, Drungi, Skurk)
Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Ef þið getið verið svo elskuleg að fylgja þættinum í þeim hlaðvarpsforritum sem þið notið, gefið okkur einkun og mælið með við vini ykkar.
Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúr upplifuninni í bænum.
Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.
Stokkið í eldinn er kirfilega studdur af Luxor: tækjaleigu og sölu.
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða.
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf