Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

042: Smári Tarfur kveður; Hörður Ólafs heilsar og nýjar PATRONIAN upptökur

Episode Notes

Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:

Þá er komið af því. Smári Tarfur Jóspesson er komin á sína stoppistöð á leið Stokkið í eldinn sporvagnsins. Aldarvinur Birkis, Hörður Ólafsson mynd- og tónlistarmaður (MOMENTUM) stígur um borð. Þið megið gjarnan bjóða hann velkominn!

Betra gat það ekki verið því Tarfurinn hefur miklar mætur á Herði og svo hef ég (Birkir) átt í djúpu og löngu (Type O Negative skírskotun) vina- og nördasambandi við manninn sem teygir sig langt aftur í fortíðina. Ég hef líka aldrei komið að tómum kofanum hjá Herði og gildir einu hvort við erum sammála um tónlist og lífið; þá er alltaf gaman að fara ofan í kjölin á málunum. Og ég veit að þið, hlustendur Stokkið í eldinn, munið njóta góðs af þessum ráðhag. Framtíðin er björt, áfram gakk og áfram þungarokk líkt og Breytarinn segir gjarnan.

Í þessum þætti talar Hörður um sín fyrstu skref í þungarokkinu, MOMENTUM koma við sögu svo eitthvað sé nefnt. Smári Tarfur er síðan í einhversskonar PATRONIAN viðtali og við græðum hressilega er hann laumar að okkur nýjum upptökum frá vestfirsku dauðarokkssveitinni knáu sem lék einmitt nýverið, á sínum fyrstu tónleikum, á Grundafirði.
Leikar æsast síðan þegar MEGADETH og Múrsteininn ber á góma.

Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook! 
Ef þið getið verið svo elskuleg að fylgja þættinum í þeim hlaðvarpsforritum sem þið notið, gefið okkur einkun og mælið með við vini ykkar.

 

Tónlist í þættinum;
PATRONIAN - The Great Western Friendkill  (Óútgefið, tónleikar í Grundarfirði 2025)
PATRONIAN - Stabbed With Steel (Óútgefið, tónleikar í Grundarfirði 2025)


Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúr upplifuninni í bænum.

Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.

 

Stokkið í eldinn er kirfilega studdur af Luxor: tækjaleigu og sölu.  

Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  

Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.

Luxor er þekkingarhús viðburða.  

Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf