Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

035. CHÖGMA í samtali

Episode Notes

Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:
Austur á fjörðum mallar eitthvað alveg einstakt. Hljómsveitin CHÖGMA úr Fjarðabyggð (nánar tiltekið Neskaupsstað, Stöðvar- og Fárskrúðsfirði) lenti í þriðja sæti Músíktilrauna í fyrra, sem er gott og blessað, en kemur upp úr dúrnum að keppni sú virðist hafa vakið upp eitthvað virkilega kraftmikið og 'einbeitt' sem farið er að rúlla af stað af mikilli ákefð og verður ekki stöðvað í bráð. Þau spila oft miðað við jaðarhljómsveitir utan af landi og þau víla ekki fyrir sér að fara í langar ferðir til að spila í örfáar mínútur fyrir ljónheppna tónleikagesti um land allt.
Það er því ekki ofsögum sagt að hljómsveitin eigi sér bjarta framtíð og Stokkið í eldinn bræður fylgjast grant með og þá sérstaklega Tarfurinn.

Birkir hljóp á sig og kynnti flutning á NECROBIOM lagi en úr því varð ekki því sá útskeifi hafði eitthvað misskilið Tarfinn á netspjalli einu eða Tarfurinn hann. Nema hvað...!

Smári Tarfur tók stöðuna á Jakobi Kristjánssyni (gítarleikara) og Elísabetu Mörk (söngkonu). Stutt útgáfa af samtalinu kom fyrst út á X977 15. júní en hér getið þið hlustað á lengri og óklipptu útgáfuna.

Fylgið CHÖGMA á
Youtube
Instagram
Facebook
TikTok

Tónlist í þættinum;
CHÖGMA - Destructive demo og Veðurfréttir (netskífa 2025)

Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.

Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.


Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  

Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  

Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.

Luxor er þekkingarhús viðburða.  

Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf

Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!