Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

023. Kvöldstund með listamanni; Simon 'Sludge' Hawemann úr NIGHTMARER

Episode Notes

Hljómsveitin Nightmarer varð á vegi mínum fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var í miðri dauðaleit að nýju og fersku dauðarokki. Ef minnið mitt svíkur mig ekki, þá átti þessi dásemdarstund sér stað í ástralska þungarokksþættinum Scars and Guitars. Hefur þáttur sá reynst mér ansi mikil gullkista allar götur síðan þegar kemur að góðri, þungri tónlist.

Það var þröngskífan Monolith of Corrosion sem greip mig slíkum heljartökum að ég hef vart ráðið mér af kæti síðan. Gerði mér t.a.m. sérstaka ferð yfir til Danmerkur í fyrravetur til að sjá Nightmarer á tónleikum. Í leiðinni notaði ég tækifærið og tók viðtal við Simon Hawemann, gítarleikara sveitarinnar. 

Vona ég að hlustendur njóti vel.

Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. 
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða. 
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.