Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

019. ANDLÁT: 20 ára afmæli plötunnar Mors Longa (2004)

Episode Notes

Það var eitthvað við Andlát. Þetta tiltölulega stutta tímabil þar sem hróður þeirra óx og óx og ekkert gat þá stöðvað. Hvernig tónlist bunaði úr þeim var síðan það sem fólkið hengdi sig fyrst og fremst á. Upp úr þessu spruttu vináttur og vinahópar hvaðanæva af Stór-Höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæ bundust skapandi böndum.

Hver fílar ekki risastór og grípandi riff sem grúva eins og djöfullinn? Erindi sem dauðarokka líkt og við einhverja blóðtjörn á Náströnd? Svo er það haltu-kjafti-ekkert-helvítis-rugl trommuleikur og bassi sem gætir þess að það sé malbikað þétt og vandlega yfir lifendur og liðna. 
Samlíkingar? Það er alveg hægt að fara þangað líka. Cannibal Corpse að sprengja fyrir jarðgöngum ásamt þýsku geðsjúllunum í Acme. Já, já. Aftershock inn í brennandi vöruskemmu á meðan þeir spila allra hörðustu riff Pantera. Því ekki það?!?Hvað sem því líður þá eru hjólför Andlát enn greinileg eftir öll þessi ár.


Andlát skipuðu (meðal annarra):

Bjarki Fannar Atlason (Finnegan)
Valur Árni Guðmundsson  (Ask The Slave, Squirt)
Haukur Valdimar Pálsson (Myra, Squirt)
Sigurður Trausti Traustason

Magnús Örn Magnússon (Gyllinæð, Stegla)
 

Tónlist í þættinum:
What Was Intended - ANDLÁT (Mors Verum, 2004)
Threatened - LIVING SACRIFICE (Reborn, 1997)
Broken - MARTYR A.D. (The Human Condition in Twelve Fractions, 2000)
The Martyr's Blood - HEAVEN SHALL BURN (Whatever It May Take, 2002)
 

Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. 
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða. 
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.