Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

016. Devine Defilement

Episode Notes

Smári Tarfur og Birkir Fjalar rifja upp ljómandi skemmtilegt og gott viðtal við DEVINE DEFILEMENT. Ástæðan var ný plata -- Age Of Atrocities -- sem var í vændum, plötusamningur og almenn ævintýri sveitarinnar á þessum tímapunkti á ferli hennar.
Arek "Peppaðastur" Alejnikov (bassi/bakraddir) og Ingólfur Ólafsson (söngur) eru dæmalaust góðir gestir þegar kemur að þvaðri líkt og heyrist hér.

Njótið.

Tónlist í þættinum:
Inside - MORS VERUM (The Living, 2021)
Autoerotic Amputation - AFTERBIRTH (In But Not of, 2023)
Raised in Victory / Razed in Defeat - DYING FETUS (Make Them Beg For Death, 2023)
S.C.U. - DEVINE DEFILEMENT (Age Of Atrocities, 2023)

Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook!

Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð).

 

Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu
Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. 
Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.
Luxor er þekkingarhús viðburða. 
Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf