Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

002. Slayer (Metal Blade árin)

Episode Summary

SLAYER! SLAYER!, æpti hann og sullaði bjór á næstu manneskju. SLAYER! æpti hán og skallaði borðplötu í tvennt. SLAYER! öskraði hún, þrusaði í sig Heineken og lét flúra nafn hljómsveitarinnar yfir allt bakið á sér. Þannig er þetta bara. Er til hljómsveit sem breytir fólki í meiri villidýr en þessi frá Huntington Park í Kaliforníu. Bræðurnir sem stökkva í eldinn fjalla um Slayer, tengja við æsku sína og annarra, stilla þeim upp í þungarokksmengið og gera upp sokkabandsár hljómsveitarinnar sem og Metal Blade árin. Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

Episode Notes

Slayer! SLAYER! Tölum um Slayer.

Þungarokksþátturinn Stokkið í eldinn (hlaðvarp) er í umsjá Birkis Fjalars og Smára Tarfs.

Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. www.luxor.is